Vík
Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal er svona nokkurnveginn endapunktur hjá þeim erlendu ferðamönnum sem koma til Íslands og stoppa stutt. Þarna er fegurðin alger. Endalaust af skemmtilegum gönguferðum, eins og td fjallið Hatta, Reynisfjall, mikið af gönguleiðum fyrir ofan tjaldsvæðið ofl. Reynisdrangarnir eru nú aldeilis þekktir og gaman er að ganga fjöruna og skoða landið frá sjó. Þessi staðsetning er afar skemmtileg, nándin við sjóinn og sjófuglinn er frábær. Mikið er af gönguleiðum fyrir ofan tjaldsvæðið.
Tjaldsvæðið er með rafmagni en þó ekki ótakmarkað af tenglum í boði. Ekki eru sérstök stæði fyrir húsbíla, þarna eru bara allir jafnir, fyrstur kemur fyrstur fær. Á svæðinu eru upphituð salerni með lýsingu. Sturtur eru til staðar gegn gjaldi. Inni aðstaða til eldunar er til staðar fyrir þá sem það kjósa.
Huggulegur staður er undir klettunum fyrir tjöld. Þar er tilvalið að láta sig rúlla í svefninn við kvakið í bjargfuglinum.
Lítill verslunarkjarni er á svæðinu. Þar er td að finna Krónubúð, bakarí og Icewear verslun. Nokkrir veitingastaðir eru á svæðinu og eru þeir allir í göngufæri við tjaldsvæðið. Þar er tildæmis að finna Halldórskaffi, Restaurant Suður Vík, The Soup Company og Smiðjan Brugghús. Bensínstöðvar eru Orkan og N1.
– Salerni
– Kalt vatn
– Heitt vatn
– Sturta
– Leiksvæði
– Hundar í taumi
– Gönguleiðir
– Rafmagn
– Losun