Þjórsárdalur
Tjaldsvæðið í Þjórsárdal er staðsett í Sandártungu og er skilti við veginn sem segir til. Tjaldsvæðið er á æðislegum stað og mjög vel staðsett. Mjög skjólsælt er á svæðinu vegna þess að skógrækt á staðnum er mikil.
Ekkert rafmagn er á svæðinu og þarna er eingöngu kalt vatn. Salernin eru ekki upphituð og þar er engin lýsing. Engar sturtur eru á svæðinu. Næsta sundlaug er í Árnesi. Þetta er svona orginal gamaldags tjaldsvæði. En nýtísku ferðamátar eins og t.d felli og hjólhýsi eru með sitt eigið rafmagn svo það ætti ekki að vera til vandræða og aðrir ferðamátar eins og tjöld og tjaldvagnar eru allir með gas til kyndinga.
Engin Verlsun er á svæðinu, en næsta verslun og bensín afgreiðsla er í Árnesi en þar er einnig veitingastaður.
Þjórsárdalur er sannkölluð útivistarparadís. Þarna eru merktar gönguleiðir og kort af þeim hangir utan á salernis húsinu. Hægt er að eyða heilu dögunum þarna í göngur. Sturr er að keyra upp að Þjóðveldisbænum að Stöng og ganga þar inn með Gjánni og skoða gríðarlega fallega fossa. Einnig er hinn frægi Hjálparfoss í stuttri fjarlægð ca 5km frá. Einnig er hægt að keyra upp á hálendið í dagsferðir.
– Salerni
– Kalt vatn
– Hundar í taumi
– Gönguleiðir