Skógar (Skógafoss)
Tjaldsvæðið á Skógum er virkilega vel staðsett. Mjög fallegt útsýni er frá tjaldsvæðinu, bæði að sjálfum Skógarfossi og upp á Skógarheiðina og eins upp á Drangshlíðarfjall sem er fjallið sem gnæfir yfir Skógum úr vestri.
Tjaldsvæðið er með rafmagni, þarna er eingöngu kalt vatn. Salernin eru ekki upp hituð. Þarna eru líka stæði fyrir húsbíla og þar er einnig rafmagn.
Engin verslun er á svæðinu. Veitingastaðir eru nokkrir t.d Mia’s Country Van – Local Fish & Chips, Skógar Restaurant og Skógar Street Food. Þar sem úrval veitingastaða er nokkuð er ekki úr vegi að sleppa grillinu og gera vel við sig og fara út að borða.
Á Skógum er gott að vera. Þarna eru vanalega mikið um erlenda ferðamenn, þarna hefst eða endar gangan yfir Fimmvörðuháls. Þarna er virkilega gaman að ganga upp á Skógarheiðina og njóta útsýnisins ef veðrið er gott. Einnig er hægt að ganga á Drangshlíðarfjall. Ganga á Drangshlíðarfjall er brött á fótinn. Fjallið er 476 mtr hátt og ef gengið er upp frá Drangshlíðardalsvegi er gangan 3 km. Aðrar gönguleiðir á svæðinu er td ganga um Kvernugil. Þar er að finna afskaplega fallegan foss sem er ekkert ósvipaður Seljalandsfossi, hægt er að ganga á bak við fossinn.
– Salerni
– Kalt vatn
– Hundar í taumi