Selskógur í Skorradal
Tjaldsvæðið Selskógi er virkilega skemmtilegt tjaldsvæði. Það er sunnanmegin við Skorradalsvatn. Mikið er af gönguleiðum fyrir ofan tjaldsvæðið. Þar er skógur og eins er mjög gaman að fara þar í fjallgöngu og njóta útsýnisins í fallegu veðri. Fyrir þá sem áhuga hafa þá er virkilega gaman að hjóla í kringum Skorradalsvatn, það eru ca 42 km. Sundlaug er í 15 mín akstursfjarlægð, í Hreppalaug.
Tjaldsvæðið er með rafmagni. Ekki eru sérstök stæði fyrir húsbíla, þarna eru bara allir jafnir, fyrstur kemur fyrstur fær. Á svæðinu eru upphituð salerni með lýsingu. Sturtur eru til staðar endurgjaldslaust.
Engin verslun er á svæðinu, en næsta verslun og bensín afgreiðsla er í Borgarnesi og þar eru einnig veitingastaðir.
– Salerni
– Kalt vatn
– Heitt vatn
– Sturta
– Hundar í taumi