Hamragarðar
Tjaldsvæðið á Hamragörðum er mjög vel staðsett. Geggjað útsýni er frá tjaldsvæðinu. Á góðum og björtum degi má sjá til Vestmannaeyja. Að sitja á Hamragörðum og sjá sólsetrið er algjörlega himneskt. Á Hamragörðum er t.d að finna fossinn Gljúfrabúa, hægt er að ganga inn gilið og horfa upp fossinn. Örstutt er að ganga frá tjaldsvæðinu og yfir að hinum geysi fallega Seljalandsfossi, mjög skemmtileg kvöldganga. Mjög vinsælt er fyrir þá sem eiga 4×4 bíl að halda til á Hamragörðum en fara í dagsferð inn í Þórsmörk. Mjög skemmtilegt er að ganga hringinn um svæðið og byrja á því að ganga upp á Hamragarðsheiðina norðan við tjaldsvæðið. Þar er gengið þar til komið er að ánni sem fæðir fossinn Gljúfrabúa með vatni. Mjög gaman er að sjá fossinn að ofan verðu. Áfram er gengið eftir brún fjallsins og gaman er að sjá uppspretturnar sem eru rétt fyrir ofan brúnina. Best er að vaða ánna sem fæðir Seljalandsfoss töluvert fyrir ofan fjallsbrúnina. Að lokum er gangið með fjallsbrúninni og komið niður við bílastæðið við þjóðveginn, síðan er gengið með veginum til norðurs uns komið er að tjaldsvæðinu á Hamragörðum.
Tjaldsvæðið er með rafmagni. Ekki eru sérstök stæði fyrir húsbíla, þarna eru bara allir jafnir, fyrstur kemur fyrstur fær. Á svæðinu eru upphituð salerni með lýsingu. Sturtur eru til staðar gegn gjaldi. Þvottavél og þurrkari eru í boði gegn gjaldi.
Engin verslun er á svæðinu, en næsta verslun og bensín afgreiðsla er Hvolsvelli og þar eru einnig veitingastaðir. Ekki má gleyma hinum orginal sveita veitingastað Gamlafjósið sem er undir Eyjafjöllum.
– Salerni
– Kalt vatn
– Heitt vatn
– Sturta
– Leiksvæði
– Hundar í taumi
– Gönguleiðir
– Rafmagn
– Losun