Flókalundur
Tjaldsvæðið í Flókalundi er á afskaplega góðum útsýnisstað með gríðarlegu útsýni yfir breiðafjörðinn og má td sjá Snæfellsjökul ef skyggni er gott. Gott skjól er á svæðinu, mikið er af trjám allt í kringum tjaldsvæðið sem veitir gott skjól. Sundlaug er á staðnum.
Tjaldsvæðið í Flókalundi er með rafmagni, en eins og annarsstaðar er ekki endalaust framboð á rafmagnstenglum. Ekki eru sérstök stæði fyrir húsbíla, þarna eru bara allir jafnir, fyrstur kemur fyrstur fær. Á svæðinu eru upphituð salerni með lýsingu. Sturtur eru til staðar án endurgjalds. Töluvert er af merktum gönguleiðum á svæðinu. Mjög vinsælt er að baða sig í Hellulaug er er laug sem gerð var af vegagerðarmönnum á árum áður, hún hefur nú verið löguð til og er hin huggulegasta í dag.
Í Flókalundi er einn veitingastaður, Hótel Flókalundur. Bensínafgreiðsla er á staðnum. Engin verslun er á svæðinu en næsta verslun er á Patreksfirði.
– Salerni
– Kalt vatn
– Heitt vatn
– Sturta
– Gönguleiðir
– Rafmagn
– Hundar í taumi