Djúpivogur
Tjaldsvæðið á Djúpavogi er mjög vel staðsett, efst í bænum með frábæru útsýni yfir höfnina og út á Berufjörðinn
Tjaldsvæðið er með rafmagni, þarna er heitt og kalt vatn, Þvottavél og þurrkari, aðstaða til að borða inni fyrir þá sem það kjósa. Sundlaug með heitum pottum er á Djúpavogi og er allt í göngufæri.
Verslun er í ca. 100 mtr fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Veitingastaðir eru á Hótel Framtíð, Við Voginn , kaffihús er í Löngubúð.
Á Djúpavogi er td að finna Eggin í Gleðivík sem eru listaverk unnin af Sigurði Guðmundssyni, eggin eru 34 og eru eftirmyndir eggja fugla sem er að finna í Djúpavogshreppi. Hammond hátíð Djúpavogs er haldin einu sinni á ári og hefur verið haldin síðastliðin 12 ár. Langabúð er menningarmiðstöð Djúpavogs. Hægt er að fara í siglingu út í Papey, fara í fuglaskoðunarferðir o.fl.
– Salerni
– Kalt vatn
– Heitt vatn
– Eldunaraðstaða – Rafmagn
– Internet
– Gönguleiðir
– Þvottavél
– Íþróttasvæði – Sturta
– Hundar í taumi