Atlavík
Comment are off
Þetta er gamalt tjaldsvæði sem er löngum þekkt í gegnum árin fyrir rómaða náttúrufegurð og kyrrð. Þarna er ekkert heitt vatn, ekkert rafmagn, engar sturtur og kostar það sama að gista og í Höfðavík. Áður fyrr var þarna bátaleiga og einnig kom báturinn Lagarfljótsormurinn við og tók með gesti sem vildu fara í 2 klst siglingu um Lagarfljótið. Gisting er kr 1500 á mann. Alltaf þarf að greiða kr 300 í gistináttargjald.
– Salerni
– Kalt vatn
– Hundar í taumi