Arnarstapi
Það má sannarlega segja að allt svæðið umhverfis tjaldsvæðið sé undir áhrifum frá krafti jökulsins en Snæfellsjökull er einmitt í aðeins 10 mín akstursfjarlægð. Ef ekki er skýjað má sjá Jökulinn frá svæðinu (reyndar ekki frá tjaldsvæðinu sjálfu). Mikið er af skemmtilegum gönguleiðum á svæðinu. Gaman er að ganga niður að bryggju og sjá þegar bátarnir eru að landa. Einnig er mjög gaman að ganga meðfram bjarginu. Þá er einnig mjög gaman að ganga frá Arnarstapa yfir á Hellnar, en á Hellnum er mjög skemmtilegt lítið kaffihús á bryggjunni.
Tjaldsvæðið á Arnarstapa er staðsett á vinstri hönd þegar keyrt er niður veginn sem liggur frá þjóðveginum niður að bryggjunni.
Á Arnarstapa er að finna nokkra veitingastaði eins og td Snjófell Restaurant, Arnarbær, Samkomuhúsið Arnarstapa, Mönsvagninn og Stapinn. Engin verslun er á svæðinu, næsta verslun er að finna á Hellissandi. Bensín afgreiðsla er á svæðinu.
– Salerni
– Kalt vatn
– Heitt vatn
– Sturta
– Rafmagn
– Losun
– Smáhýsi
– Leiksvæði
– Hundar í taumi